Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Verslunareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunarmanns í vikunni.Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleikur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernóbíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó.Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjölskyldunnar eftir stríðið.Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppátækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stórfurðulegu dýrategund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Verslunareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunarmanns í vikunni.Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleikur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernóbíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó.Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjölskyldunnar eftir stríðið.Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppátækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stórfurðulegu dýrategund.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun