Hafa fundað um flugrekstarleyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2019 12:15 Hermt er að kaupandinn á eignum úr þrotabúi WOW air sé bandarískur hergagnasali sem sérhæfi sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni. Vísir/Vilhelm Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15