Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Tryggvi Þór Haraldsson hjá RARIK segir stöðuna svarta. Fréttablaðið/GVA Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. Varað er við hugsanlegum orkuskorti árið 2022 í nýrri skýrslu Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri sagði að ef það gerðist þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsveitustjóri hjá RARIK, segir að staðan sé enn svartari. „Við höfum haft áhyggjur af hugsanlegum orkuskorti. Þetta er þó háð því hvort það verði gott vatnsár eða ekki,“ segir Tryggvi en vatnsaflsvirkjanir eru háðar úrkomu. „Ef við fengjum slæmt vatnsár núna í vetur, þá gæti orðið skortur strax á næsta ári, miðað við raforkuþörf samkvæmt raforkuspá.“ RARIK rekur tvær fjarvarmaveitur, hitaveitur hitaðar með rafmagni, á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði, en útlit er fyrir að þeim verði lokað. „Aukning notkunar hefur verið meiri en aukning framleiðslunnar,“ segir Tryggvi. „Það hefur ekki fengist leyfi til að fara í þær framkvæmdir sem menn hafa talið að þyrfti til. Í rammaáætlun eru nokkuð fáir kostir í nýtingarflokki og þeir hafa verið umdeildir af umhverfisástæðum. Það eru fáar góðar lausnir til skemmri tíma,“ segir Guðmundur. „Því miður höfum við óttast það að þurfa fljótlega að nota olíu til að hita vatn hjá fjarvarmaveitum sem hafa keypt ótryggða raforku til hitunar, en sú orka verður væntanlega skert fyrst. Það er verra af fjárhagslegum og umhverfislegum ástæðum. RARIK hefur á undanförnum árum verið að undirbúa niðurlagningu þessara veitna og finna aðrar leiðir til hitunar, meðal annars vegna þess að framboð á ótryggðri raforku er ekki líklegt til að vara lengi við þessar aðstæður. Það á við um fjarvarmaveiturnar á Seyðisfirði og Höfn, en þetta verður ekki síður vandamál hjá Orkubúi Vestfjarða sem rekur nokkrar fjarvarmaveitur.“ Tryggvi telur að komi til þess að þurfi að skerða rafmagn á álagstímum þá verði íbúarnir settir í forgang. „Ég held að það komi ekki til þess strax að rafmagn verði skert hjá íbúum heldur verði fyrst skert til fjarvarmahitaveitna og bræðslu fiskvinnslunnar. Ég á síður von á því að almenningur verði var við þetta með beinum hætti til að byrja með, en örugglega einhver fyrirtæki.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/ErnirÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, segir stjórnvöld taka ábendingarnar alvarlega. „Annars vegar snýr þetta að þróun á framboði raforku og þar leikur Rammaáætlun stærsta hlutverkið hvað varðar eðlilega aflaukningu í landinu. Óbreytt staða leiðir af sér ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.“ Ráðherra segir að hins vegar snúi þetta að því hvernig orkuöryggi fyrir almenning er tryggt út frá raforku sem til er í kerfinu. Þar sé að störfum starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku. „Sá starfshópur er leiddur af tveimur sérfræðingum úr háskólaumhverfinu, Kristínu Haraldsdóttur og Friðriki Má Baldurssyni, og í honum sitja fulltrúar stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar, Landsnets, HS Orku og ON, ásamt orkumálastjóra og starfsmönnum ráðuneytisins. Sá starfshópur er að kortleggja raforkumarkaðinn og hvernig unnt sé að fyrirbyggja að upp kunni að koma orkuskortur hjá almenningi og smærri fyrirtækjum og skýra betur ábyrgð aðila á markaði í því samhengi. Starfshópurinn tekur því meðal annars mið af þessari skýrslu Landsnets.“ Að sögn Þórdísar liggja drög að skýrslu starfshópsins fyrir og er ráðgert að hópurinn ljúki störfum í haust. Að sama skapi séu þessi mál til umræðu og skoðunar í starfi starfshóps um gerð langtímaorkustefnu fyrir Ísland, sem muni líta dagsins ljós á næsta ári. „Ef skerða þarf rafmagn á álagstímum, í slæmum vatnsárum til dæmis, þá eru íbúar almennt settir í forgang í dag. En skerpa þarf á þeim reglum sem um slíkt gilda, og fyrst og fremst reyna eftir því sem unnt er að fyrirbyggja að slík staða geti komið upp að grípa þurfi til skerðinga,“ segir Þórdís. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. Varað er við hugsanlegum orkuskorti árið 2022 í nýrri skýrslu Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri sagði að ef það gerðist þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Tryggvi Þór Haraldsson, rafmagnsveitustjóri hjá RARIK, segir að staðan sé enn svartari. „Við höfum haft áhyggjur af hugsanlegum orkuskorti. Þetta er þó háð því hvort það verði gott vatnsár eða ekki,“ segir Tryggvi en vatnsaflsvirkjanir eru háðar úrkomu. „Ef við fengjum slæmt vatnsár núna í vetur, þá gæti orðið skortur strax á næsta ári, miðað við raforkuþörf samkvæmt raforkuspá.“ RARIK rekur tvær fjarvarmaveitur, hitaveitur hitaðar með rafmagni, á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði, en útlit er fyrir að þeim verði lokað. „Aukning notkunar hefur verið meiri en aukning framleiðslunnar,“ segir Tryggvi. „Það hefur ekki fengist leyfi til að fara í þær framkvæmdir sem menn hafa talið að þyrfti til. Í rammaáætlun eru nokkuð fáir kostir í nýtingarflokki og þeir hafa verið umdeildir af umhverfisástæðum. Það eru fáar góðar lausnir til skemmri tíma,“ segir Guðmundur. „Því miður höfum við óttast það að þurfa fljótlega að nota olíu til að hita vatn hjá fjarvarmaveitum sem hafa keypt ótryggða raforku til hitunar, en sú orka verður væntanlega skert fyrst. Það er verra af fjárhagslegum og umhverfislegum ástæðum. RARIK hefur á undanförnum árum verið að undirbúa niðurlagningu þessara veitna og finna aðrar leiðir til hitunar, meðal annars vegna þess að framboð á ótryggðri raforku er ekki líklegt til að vara lengi við þessar aðstæður. Það á við um fjarvarmaveiturnar á Seyðisfirði og Höfn, en þetta verður ekki síður vandamál hjá Orkubúi Vestfjarða sem rekur nokkrar fjarvarmaveitur.“ Tryggvi telur að komi til þess að þurfi að skerða rafmagn á álagstímum þá verði íbúarnir settir í forgang. „Ég held að það komi ekki til þess strax að rafmagn verði skert hjá íbúum heldur verði fyrst skert til fjarvarmahitaveitna og bræðslu fiskvinnslunnar. Ég á síður von á því að almenningur verði var við þetta með beinum hætti til að byrja með, en örugglega einhver fyrirtæki.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fréttablaðið/ErnirÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, segir stjórnvöld taka ábendingarnar alvarlega. „Annars vegar snýr þetta að þróun á framboði raforku og þar leikur Rammaáætlun stærsta hlutverkið hvað varðar eðlilega aflaukningu í landinu. Óbreytt staða leiðir af sér ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.“ Ráðherra segir að hins vegar snúi þetta að því hvernig orkuöryggi fyrir almenning er tryggt út frá raforku sem til er í kerfinu. Þar sé að störfum starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku. „Sá starfshópur er leiddur af tveimur sérfræðingum úr háskólaumhverfinu, Kristínu Haraldsdóttur og Friðriki Má Baldurssyni, og í honum sitja fulltrúar stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar, Landsnets, HS Orku og ON, ásamt orkumálastjóra og starfsmönnum ráðuneytisins. Sá starfshópur er að kortleggja raforkumarkaðinn og hvernig unnt sé að fyrirbyggja að upp kunni að koma orkuskortur hjá almenningi og smærri fyrirtækjum og skýra betur ábyrgð aðila á markaði í því samhengi. Starfshópurinn tekur því meðal annars mið af þessari skýrslu Landsnets.“ Að sögn Þórdísar liggja drög að skýrslu starfshópsins fyrir og er ráðgert að hópurinn ljúki störfum í haust. Að sama skapi séu þessi mál til umræðu og skoðunar í starfi starfshóps um gerð langtímaorkustefnu fyrir Ísland, sem muni líta dagsins ljós á næsta ári. „Ef skerða þarf rafmagn á álagstímum, í slæmum vatnsárum til dæmis, þá eru íbúar almennt settir í forgang í dag. En skerpa þarf á þeim reglum sem um slíkt gilda, og fyrst og fremst reyna eftir því sem unnt er að fyrirbyggja að slík staða geti komið upp að grípa þurfi til skerðinga,“ segir Þórdís.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00