Kyrrstaða rofin Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun