Gústi Gylfa: „Mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2019 22:22 Ágúst vildi þétta raðirnar fyrir leikinn við Vaduz og það tókst heldur betur vísir/bára Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira