Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 22:15 Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira