Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 19:15 Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo. Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira