Enskumælandi verktakar sem bjóða malbikun dreifðu auglýsingamiðum í hús í Langholtshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 14:42 Auglýsingamiðinn sem verktakarnir dreifðu í hús í hverfi í Reykjavík í dag. vísir/vilhelm Enskumælandi verktakar sem bjóða malbikun og aðra vinnu við lóðir og íbúðahús gengu í hús í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun og dreifðu auglýsingamiðum um starfsemi sína. Þá bönkuðu þeir upp á hjá einhverjum íbúum og buðu þjónustu sína samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa í hverfinu. Færslan hefur vakið nokkra athygli, ekki síst í ljósi fregna í gær og í dag af vegagerðarmönnum sem boðið hafa svipaða þjónustu undanfarið á Suður- og Vesturlandi. Ekki er hægt að fullyrða að sömu menn hafi verið á ferð í Reykjavík í morgun en á auglýsingamiðanum er númer sem áhugasömum viðskiptavinum er bent á að hringja í. Fyrirtækið heitir JC Verktaki. Blaðamaður Vísis reyndi að hringja nokkrum sinnum í númerið og fékk alltaf þau skilaboð að annað hvort væri slökkt á símanum eða hann utan þjónustusvæðis.Hér sést einn mannanna sem gengu í hús í morgun í Reykjavík og dreifðu auglýsingamiðum.vísir/vilhelmÁ ekki von á því að það séu margir svona vinnuflokkar á ferðinni Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að eftir því sem hann best viti hafi sömu menn verið á ferðinni um Suður- og Vesturland undanfarna daga og boðið fólki malbikun. Hann eigi ekki von á því að margir svona flokkar séu á ferðinni. Greint var frá því í gær að enskumælandi menn hefðu lagt olíumöl að heimreiðinni að Lækjarkoti, bæ skammt frá Borgarnesi, síðastliðinn mánudag en hafi svo ætlað að rukka þrjár milljónir króna fyrir verkið. Ábúendur á bænum greiddu ekki fyrir verkið og þá hefur Vegagerðin kært málið þar sem hún hefur umsjón með veginum og verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Fram kom í frétt Vísis í morgun að fyrirtækið sem mennirnir vinna fyrir sé breskt og að mennirnir telji sig vera að stunda viðskipti hér á landi eins og borgurum á EES-svæðinu standi til boða. „Þeir flúðu nú eiginlega undan okkur upp á Vesturland. Við erum að hafa afskipti af þeim hérna 4. og 5. júlí. Þá eru þetta fjórir staðir sem þeir hafa verið að flækjast á sem koma hér inn á borð til okkar og þetta er í rauninni bara til meðferðar,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Bakhlið auglýsingamiða JC Verktaka.vísir/vilhelmEkki sjálfgefið að um fjársvik sé að ræða Hann segir mennina hafa unnið verk á fjórum stöðum. „Í öllum tilfellum er fólk búið að greiða fyrir einhverja ákveðna vinnu en síðan telja menn sig hafa verið hlunnfarna og þá er hringt í lögreglu.“ Þeir sem leitað hafa til lögreglu telja sig þannig ekki hafa fengið það sem samið var um í upphafi og gengið var út frá þegar var samið var um verðið og vinnuna. Oddur vill ekki gefa upp um hversu háar upphæðir er að ræða í einstökum málum þar sem þau séu enn til rannsóknar. Þá kveðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvar efnið sem mennirnir hafa notað sé keypt. Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag að svo virðist sem að tveir bílar vegagerðarmannanna séu á leiðinni úr landi en þeir standa nú á svæði skipafélagsins Smyril Line í Þorlákshöfn. Þaðan fer flutningaskipið Mykines yfir til Evrópu á morgun. Oddur kveðst hafa heyrt af bílunum í Þorlákshöfn og reiknar með að ef þetta séu sömu menn og verið hafa á ferðinni um Suðurland þá séu þeir á leiðinni úr landinu.En hvað getur lögregla gert ef þeir fara úr landi en eru búnir að hafa fé af fólki? „Það er ekki sjálfgefið að þetta geti flokkast sem fjársvik. Þannig er að ef þú ferð og kaupir vöru, semur um verð og greiðir fyrir hana þá er ekki sjálfgefið að þetta séu fjársvikamál. En það er svo aftur spurning um skil á sköttum og öðru slíku og það eru tvísköttunarsamningar sem taka á því og ég reikna með að það sé til skoðunar,“ segir Oddur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. 11. júlí 2019 11:45 Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Enskumælandi verktakar sem bjóða malbikun og aðra vinnu við lóðir og íbúðahús gengu í hús í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun og dreifðu auglýsingamiðum um starfsemi sína. Þá bönkuðu þeir upp á hjá einhverjum íbúum og buðu þjónustu sína samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa í hverfinu. Færslan hefur vakið nokkra athygli, ekki síst í ljósi fregna í gær og í dag af vegagerðarmönnum sem boðið hafa svipaða þjónustu undanfarið á Suður- og Vesturlandi. Ekki er hægt að fullyrða að sömu menn hafi verið á ferð í Reykjavík í morgun en á auglýsingamiðanum er númer sem áhugasömum viðskiptavinum er bent á að hringja í. Fyrirtækið heitir JC Verktaki. Blaðamaður Vísis reyndi að hringja nokkrum sinnum í númerið og fékk alltaf þau skilaboð að annað hvort væri slökkt á símanum eða hann utan þjónustusvæðis.Hér sést einn mannanna sem gengu í hús í morgun í Reykjavík og dreifðu auglýsingamiðum.vísir/vilhelmÁ ekki von á því að það séu margir svona vinnuflokkar á ferðinni Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að eftir því sem hann best viti hafi sömu menn verið á ferðinni um Suður- og Vesturland undanfarna daga og boðið fólki malbikun. Hann eigi ekki von á því að margir svona flokkar séu á ferðinni. Greint var frá því í gær að enskumælandi menn hefðu lagt olíumöl að heimreiðinni að Lækjarkoti, bæ skammt frá Borgarnesi, síðastliðinn mánudag en hafi svo ætlað að rukka þrjár milljónir króna fyrir verkið. Ábúendur á bænum greiddu ekki fyrir verkið og þá hefur Vegagerðin kært málið þar sem hún hefur umsjón með veginum og verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Fram kom í frétt Vísis í morgun að fyrirtækið sem mennirnir vinna fyrir sé breskt og að mennirnir telji sig vera að stunda viðskipti hér á landi eins og borgurum á EES-svæðinu standi til boða. „Þeir flúðu nú eiginlega undan okkur upp á Vesturland. Við erum að hafa afskipti af þeim hérna 4. og 5. júlí. Þá eru þetta fjórir staðir sem þeir hafa verið að flækjast á sem koma hér inn á borð til okkar og þetta er í rauninni bara til meðferðar,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Bakhlið auglýsingamiða JC Verktaka.vísir/vilhelmEkki sjálfgefið að um fjársvik sé að ræða Hann segir mennina hafa unnið verk á fjórum stöðum. „Í öllum tilfellum er fólk búið að greiða fyrir einhverja ákveðna vinnu en síðan telja menn sig hafa verið hlunnfarna og þá er hringt í lögreglu.“ Þeir sem leitað hafa til lögreglu telja sig þannig ekki hafa fengið það sem samið var um í upphafi og gengið var út frá þegar var samið var um verðið og vinnuna. Oddur vill ekki gefa upp um hversu háar upphæðir er að ræða í einstökum málum þar sem þau séu enn til rannsóknar. Þá kveðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvar efnið sem mennirnir hafa notað sé keypt. Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag að svo virðist sem að tveir bílar vegagerðarmannanna séu á leiðinni úr landi en þeir standa nú á svæði skipafélagsins Smyril Line í Þorlákshöfn. Þaðan fer flutningaskipið Mykines yfir til Evrópu á morgun. Oddur kveðst hafa heyrt af bílunum í Þorlákshöfn og reiknar með að ef þetta séu sömu menn og verið hafa á ferðinni um Suðurland þá séu þeir á leiðinni úr landinu.En hvað getur lögregla gert ef þeir fara úr landi en eru búnir að hafa fé af fólki? „Það er ekki sjálfgefið að þetta geti flokkast sem fjársvik. Þannig er að ef þú ferð og kaupir vöru, semur um verð og greiðir fyrir hana þá er ekki sjálfgefið að þetta séu fjársvikamál. En það er svo aftur spurning um skil á sköttum og öðru slíku og það eru tvísköttunarsamningar sem taka á því og ég reikna með að það sé til skoðunar,“ segir Oddur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. 11. júlí 2019 11:45 Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. 11. júlí 2019 11:45
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37