Búa sig undir að handtaka þúsundir innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 12:55 Fulltrúi innflytjendaseftirlitsins ICE fylgist með þegar hópur innflytjenda var sendur frá Bandaríkjunum til El Salvador. AP/David J. Phillip Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld eru nú sögð undirbúa umfangsmiklar aðgerðir til að smala saman þúsundunum innflytjenda sem eru ólöglega í landinu og vísa þeim úr landi á sunnudag. Sambærilegum aðgerðum var nýlega frestað eftir að Donald Trump forseti greindi frá þeim fyrir fram á Twitter.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að fjöldahandtökur hefjist í tíu borgum á sunnudag. Fulltrúar Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) standi fyrir rassíunum sem eigi að standa yfir í nokkra daga. Aðgerðirnar eru sagðar beinast að í það minnsta tvö þúsund manns sem hafa nýlega komið ólöglega yfir landamærin og á að vísa úr landi. Það er ekki aðeins þeir einstaklingar sem eiga á hættu að vera hent úr landi heldur segja heimildarmenn blaðsins að innflytjendur sem kunna að vera á staðnum þar sem rassíurnar fara fram verði einnig handteknir. Deildar meiningar eru sagðar innan heimavarnaráðuneytis Trump forseta um aðgerðirnar. Þannig eru fulltrúar þess sagði hafa áhyggjur af því að þeir þurfi að handataka ungbörn og yngri börn. Fréttir af mögulegum rassíum hafi einnig þegar spurst út á meðal innflytjendasamfélagsins sem sé tilbúið að forðast handtöku. Innflytjendaeftirlitið hefur ekki heimild til að ryðjast inn á heimili neiti fólk að opna fyrir fulltrúum hennar. Trump forseti hefur átt stærstan þátt í að boða aðgerðirnar opinberlega. Fyrr í sumar tilkynnti hann á Twitter um stórfelldar handtökur á innflytjendum, fulltrúum innflytjendaeftirlitsins að óvörum. Slíkum aðgerðum var frestað í júní, meðal annars vegna þess að eftirlitið taldi öryggi fulltrúa sinna í hættu eftir að forsetinn upplýsti um aðgerðirnar en einnig vegna andstöðu innan stjórnkerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira