Rafmagnsskortur og orkustefna Guðmundur Ingi Ásmundsson skrifar 11. júlí 2019 07:00 Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun