Ágúst: Mikilvægt fyrir okkur að komast áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 06:00 Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira