Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2019 14:58 Sveinn Andri Sveinsson er annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW. vísir/vilhelm „Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air.Markaðurinn greindi frá því í morgun að unnið væri að stofnun nýja flugfélagsins á grunni þrotabús WOW air. Sveinn Andri staðfestir í samtali við Vísi að þeir aðilar sem standi að nýja flugfélaginu hafi ekki keypt nokkuð af þrotabúinu. WOW air varð gjaldþrota í lok mars og var Sveinn Andri skipaður skiptastjóri auk Þorsteins Einarssonar. Ýmsar rekstrartengdar vörur séu í þrotabúinu sem aðilar hafi gert tilboð í. Þar má nefna tölvubúnað, bókunarkerfi, lénið og lógó svo eitthvað sé nefnt auk varahlutalagers flugfélagsins.Vilja lán hjá íslenskum banka til að slá lán hjá svissneskum banka Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Sveinn Ingi Steinþórsson, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og stjórnarformaður BusTravel, og Þóroddur Ari Þóroddsson sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Sveinn Andri staðfestir að hópurinn hafi sýnt eignum þrotabúsins áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag náðst. Annar aðili hafi keypt það verðmætasta úr þrotabúinu. Hann vill ekki greina frá því á þessum tímapunkti hvaða aðila um ræði en það verði tilkynnt innan tíðar. Fyrrnefndir fjárfestar fjórir vinna að því í samfloti við írskan fjárfestingasjóð í eigu dóttur eins af stofnefndum lággjaldaflugfélagsins Ryanair að stofna nýja lággjaldaflugfélagið. Vinnuheitið er WAB air eða „We Are Back“ air. Hefur hópurinn leitað til tveggja íslenskra banka og óskað eftir fjögurra milljarða króna láni til að slá lán hjá svissneskum banka. Fréttir af flugi Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
„Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air.Markaðurinn greindi frá því í morgun að unnið væri að stofnun nýja flugfélagsins á grunni þrotabús WOW air. Sveinn Andri staðfestir í samtali við Vísi að þeir aðilar sem standi að nýja flugfélaginu hafi ekki keypt nokkuð af þrotabúinu. WOW air varð gjaldþrota í lok mars og var Sveinn Andri skipaður skiptastjóri auk Þorsteins Einarssonar. Ýmsar rekstrartengdar vörur séu í þrotabúinu sem aðilar hafi gert tilboð í. Þar má nefna tölvubúnað, bókunarkerfi, lénið og lógó svo eitthvað sé nefnt auk varahlutalagers flugfélagsins.Vilja lán hjá íslenskum banka til að slá lán hjá svissneskum banka Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Sveinn Ingi Steinþórsson, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og stjórnarformaður BusTravel, og Þóroddur Ari Þóroddsson sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Sveinn Andri staðfestir að hópurinn hafi sýnt eignum þrotabúsins áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag náðst. Annar aðili hafi keypt það verðmætasta úr þrotabúinu. Hann vill ekki greina frá því á þessum tímapunkti hvaða aðila um ræði en það verði tilkynnt innan tíðar. Fyrrnefndir fjárfestar fjórir vinna að því í samfloti við írskan fjárfestingasjóð í eigu dóttur eins af stofnefndum lággjaldaflugfélagsins Ryanair að stofna nýja lággjaldaflugfélagið. Vinnuheitið er WAB air eða „We Are Back“ air. Hefur hópurinn leitað til tveggja íslenskra banka og óskað eftir fjögurra milljarða króna láni til að slá lán hjá svissneskum banka.
Fréttir af flugi Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent