Sleppt og haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2019 07:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun