Landvernd, höldum staðreyndunum til haga! Ásgeir Margeirsson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun