Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 18:10 VR er til húsa í húsi verzlunarinnar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Ákvörðun FME var þess efnis að stjórnarmenn LV sem tilkynntir voru FME 3.júlí 2019, séu enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. „Það liggur fyrir að VR tilnefnir fjóra aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og fjóra varamenn. Á fundi fulltrúaráðs VR 20. júní 2019 var samþykkt að afturkalla umboð allra stjórnarmanna, bæði aðal- og varamanna, sem sitja í umboði VR í stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið tók fulltrúaráðið ákvörðun um að skipa nýja stjórnarmenn VR í lífeyrissjóðnum. Daginn eftir virðist Fjármálaeftirlitið hafa tekið málið til skoðunar að eigin frumkvæði og var ákvörðun tekin í málinu 3. júlí 2019 þess efnis að þeir stjórnarmenn sem tilkynntir voru til Fjármálaeftirlitsins þann 23. mars 2019 væru enn stjórnarmenn lífeyrissjóðsins. Byggir sú niðurstaða á þeirri forsendu að fulltrúaráð VR hafi tekið ákvörðun um að afturkalla umboð stjórnarmanna en það hafi þeim ekki verið heimilt að gera, heldur hafi það verið á valdi stjórnar,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig: „Stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmarka, bæði að formi og efni til, og er þannig ógildanleg. Má þar meðal annars nefna að Fjármálaeftirlitinu bar að veita VR stöðu aðila í stjórnsýslumálinu en það var ekki gert. Þá sinnti Fjármálaeftirlitið ekki tilkynningarskyldu sinni þar sem VR var ekki tilkynnt að málið væri til meðferðar og ekki heldur um niðurstöðu málsins. Þá viðhafði Fjármálaeftirlitið ekki fullnægjandi rannsókn við meðferð málsins. Fjármálaeftirlitið aflaði jafnframt ekki nauðsynlegra gagna og var ákvörðun þess því byggð á röngum upplýsingum. Fullnægjandi rannsókn hefði leitt í ljós að fulltrúaráð VR hefur fengið framselda heimild til þess að skipa stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna frá stjórn VR. Þá var VR ekki gefinn kostur á að kynna sér gögn máls eða koma að frekari upplýsingum um málsatvik og var þannig brotið gegn andmælarétti VR. Ljóst er að stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins var haldin verulegum annmörkum sem leiða til þess að ógilda beri ákvörðunina.“
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58 VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. 4. júlí 2019 19:58
VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag. 26. júlí 2019 16:03