Þorsteinn: Kvarta ekki yfir fimm mörkum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júlí 2019 16:21 Þorsteinn er þjálfari Breiðabliks vísir/bára Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45