Innlent

Neyðarboð úr Fljótavík og varðskip á leiðinni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Neyðarboð frá tveimur göngumönnum í vanda í Fljótavík fyrir vestan barst laust eftir klukkan níu í morgun.
Neyðarboð frá tveimur göngumönnum í vanda í Fljótavík fyrir vestan barst laust eftir klukkan níu í morgun. Hafþór Gunnarsson
Neyðarboð frá tveimur göngumönnum í vanda í Fljótavík fyrir vestan barst laust eftir klukkan níu í morgun.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir neyðarboðinu hafi fylgt staðsetning en ekki er vitað um ástand göngumannanna að svo stöddu.

Björgunarskipið Gísli Jóns er komið til Fljótavíkur og áhöfn að vinna í að koma sér í land. Nú þegar hafa björgunarsveitarmenn komið auga á tjald og menn á svipuðum slóðum og staðsetningin í neyðarboðinu gaf til kynna.  

Varðskip úr Bolungarvík er einnig á leiðinni með aukamannskap ef ske kynni að á þyrfti.

Uppfært k. 13.37: 

Laust eftir klukkan tíu í morgun bað Lögreglan á Vestfjörðum um aðstoð varðskipsins Þórs við að ferja björgunarsveitarfólk frá Bolungarvík til Fljótavíkur til að aðstoða göngufólk í vandræðum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni er varðskipið komið til Fljótavíkur með mannskap og standa leitaraðgerðir yfir.

Ekki er vitað um liðan tveggja göngumanna sem sendu neyðarboð.Hafþór Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×