Rúnar Páll: Hrikalega stoltur af liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júlí 2019 21:43 Jóhann Laxdal í baráttunni í kvöld. vísir/getty Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15