Íslenski boltinn

Þriðji sigur Leiknis í röð │ Mikilvægir sigrar í fallbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Afturelding vann mikilvægan sigur í kvöld.
Afturelding vann mikilvægan sigur í kvöld. vísir/daníel
Leiknir vann sinn þriðja leik í röð er liðið vann 2-0 sigur á Njarðvík í kvöld en fjórir leikir fóru fram í Inkasso-deild karla.

Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir af vítapunktinum á fimmtándu mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Sævar forystuna. Lokatölur 2-0.

Leiknismenn eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar en þeir eru með 24 stig. Tvö stig eru upp í annað sætið en Þór á leik til góða. Njarðvík er í 11. sæti með tíu stig.

Haukar unnu 2-1 sigur á Fram og mikilvægur sigur í fallbaráttunni. Oliver Helgi Gíslason skoraði sjálfsmark og kom Fram yfir á 26. mínútu en fjórum mínútum síðar skoraði Gunnar Gunnarsson sjálfsmark og allt jafnt í hálfleik.

Sigurmarkið skoraði Birgir Magnús Birgisson á 60. mínútu og Haukarnir nú áfram í níunda sætinu en nú með fjórtán stig og fjórum stigum frá fallsæti. Fram er í sjötta sætinu með 20 stig.

Afturelding vann 1-0 sigur á Keflavík með marki Hafliða Sigurðarsonar níu mínútum fyrir leikslok. Keflavík er í sjöunda sætinu með 19 stig en Afturelding í tíunda sætinu með 13.

Víkingur Ólafsvík og Þróttur gerðu svo markalaust jafntefli í Ólafsvík. Víkingur í fimmta sætinu með 22 stig en Þróttur í áttunda með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×