Veitingaskáli á Myrká heima hjá frægasta draugi Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 21:11 Oddgeir Sigurjónsson er bóndi á Myrká en einnig heilbrigðisfulltrúi og ostagerðarmeistari. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00
Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30
Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00