Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:15 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira