Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:37 Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. samsett mynd Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00