De Ligt með sjálfsmark í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Juve en Ronaldo og Buffon komu til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:45 Matthijs de Ligt. EPA/WALLACE WOON Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral Ítalski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral
Ítalski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira