Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2019 12:00 Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. Vísir/Vilhelm Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.Ballarin lýsir fyrirætlunum sínum á Íslandi í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag. Hún segist hafa heyrt af Íslandi í gegnum góða vini sína og viðskiptafélaga hér á landi og sjái mikla möguleika í staðsetningu landsins fyrir flugsamgöngur.Sjá einnig: Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarðaHún segist þess fullviss að WOW muni „nú rísa upp eins og fuglinn Fönix, eins fljótt og hægt er." Til þess hafi hún fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi og horfi til viðskiptamódels bandaríska flugfélagsins SouthWest Airlines. Stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2 á móti 49% í bandarískri eigu. Höfuðstöðvar verði nálægt höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni en fyrirtæki Ballarin er byggt á trúarlegum grunni og er haft eftir henni að hún vilji hafa höfuðstöðvarnar nálægt Hallgrímskirkju. Þá verða þrjár vélar í flota nýja félagsins til að byrja með og segir Ballarin að áður en fyrsta vélin fari í loftið, muni hún fá hingað til lands biskupinn í Kirkju Jóhannesar skírara í Virginíu-ríki til að helga fyrsta flugið og flugfélagiðNokkrir samningar um eignirnar Ballarin kveðst hafa tryggt WOW 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna sem eigi að duga félaginu fyrsta árið. Talan geti þó hækkað ef þörf verði á, eða upp í allt að 12,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Moggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. Þá staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri búsins það við blaðið á sínum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra samninga um eignir úr þrotabúinu sem eru með mismunandi gjalddaga. Komið hafi upp ágreiningur um einhvern þeirra og greiðsluferlið á þeim fyrsta því dregist. Haft er eftir Ballarin í greininni að greiðslum sé að ljúka. Hinir keyptu hlutir séu margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, tæki og handbækur. Hún segir þó ekki tímabært að upplýsa um það hvað hún hafi borgað þrotabúinu fyrir WOW. Fleiri verðmætar eignir úr þrotabúinu til sölu Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri WOW, segist ekki geta tjáð sig um samningana. Hann segir jafnframt að þrátt fyrir að stór hluti eigna úr búinu hafi verið seldar séu enn verðmætar eignir í búinu sem séu til sölu. Til dæmis varahlutir og verkfæri. Ballarin lýsir jafnframt áhyggjum af uppgangi Asíuþjóða í Afríku, en hún hefur stundað mikil viðskipti í Sómalíu. Hún óttast þennan sama uppgang á Íslandi og segist vilja að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga. Þess vegna sé hún hingað komin til að fjárfesta í samgöngugeiranum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Framhaldið um WOW air líklega kynnt í þessari viku Isavia staðfesti í dag að fundur hefði verið haldinn fyrir helgi með kaupendum þrotabús WOW Air þar sem aðilar kynntu sig hvor fyrir öðrum. 22. júlí 2019 18:30 Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.Ballarin lýsir fyrirætlunum sínum á Íslandi í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag. Hún segist hafa heyrt af Íslandi í gegnum góða vini sína og viðskiptafélaga hér á landi og sjái mikla möguleika í staðsetningu landsins fyrir flugsamgöngur.Sjá einnig: Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarðaHún segist þess fullviss að WOW muni „nú rísa upp eins og fuglinn Fönix, eins fljótt og hægt er." Til þess hafi hún fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi og horfi til viðskiptamódels bandaríska flugfélagsins SouthWest Airlines. Stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2 á móti 49% í bandarískri eigu. Höfuðstöðvar verði nálægt höfuðstöðvum WOW air í Katrínartúni en fyrirtæki Ballarin er byggt á trúarlegum grunni og er haft eftir henni að hún vilji hafa höfuðstöðvarnar nálægt Hallgrímskirkju. Þá verða þrjár vélar í flota nýja félagsins til að byrja með og segir Ballarin að áður en fyrsta vélin fari í loftið, muni hún fá hingað til lands biskupinn í Kirkju Jóhannesar skírara í Virginíu-ríki til að helga fyrsta flugið og flugfélagiðNokkrir samningar um eignirnar Ballarin kveðst hafa tryggt WOW 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna sem eigi að duga félaginu fyrsta árið. Talan geti þó hækkað ef þörf verði á, eða upp í allt að 12,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Moggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. Þá staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri búsins það við blaðið á sínum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra samninga um eignir úr þrotabúinu sem eru með mismunandi gjalddaga. Komið hafi upp ágreiningur um einhvern þeirra og greiðsluferlið á þeim fyrsta því dregist. Haft er eftir Ballarin í greininni að greiðslum sé að ljúka. Hinir keyptu hlutir séu margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, tæki og handbækur. Hún segir þó ekki tímabært að upplýsa um það hvað hún hafi borgað þrotabúinu fyrir WOW. Fleiri verðmætar eignir úr þrotabúinu til sölu Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóri WOW, segist ekki geta tjáð sig um samningana. Hann segir jafnframt að þrátt fyrir að stór hluti eigna úr búinu hafi verið seldar séu enn verðmætar eignir í búinu sem séu til sölu. Til dæmis varahlutir og verkfæri. Ballarin lýsir jafnframt áhyggjum af uppgangi Asíuþjóða í Afríku, en hún hefur stundað mikil viðskipti í Sómalíu. Hún óttast þennan sama uppgang á Íslandi og segist vilja að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga. Þess vegna sé hún hingað komin til að fjárfesta í samgöngugeiranum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Framhaldið um WOW air líklega kynnt í þessari viku Isavia staðfesti í dag að fundur hefði verið haldinn fyrir helgi með kaupendum þrotabús WOW Air þar sem aðilar kynntu sig hvor fyrir öðrum. 22. júlí 2019 18:30 Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Framhaldið um WOW air líklega kynnt í þessari viku Isavia staðfesti í dag að fundur hefði verið haldinn fyrir helgi með kaupendum þrotabús WOW Air þar sem aðilar kynntu sig hvor fyrir öðrum. 22. júlí 2019 18:30
Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50
Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00