Eitt ár í Ólympíuleikana í Tókýó: Svona líta endurunnu verðlaunapeningarnir út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 09:00 Verðlaunapeningarnir á ÓL 2020 í Tókýó. AP/Koji Sasahara Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira