Eitt ár í Ólympíuleikana í Tókýó: Svona líta endurunnu verðlaunapeningarnir út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 09:00 Verðlaunapeningarnir á ÓL 2020 í Tókýó. AP/Koji Sasahara Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast. Tókýó var valin sem gestgjafi næstu Ólympíuleika á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires í Argentínu fyrir tæpum sex árum síðan eða 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Í tilefni af þessum tímamótum þá kynntu Japanir meðal annars hvernig verðlaunpeningarnir á ÓL 2020 munu líta út en hér fyrir neðan má sjá gull-, silfur- og bronsverðlaunin sem verða afhent á leikunum næsta sumar. Japanir búa til peningana meðal annars úr endurunnum farsímum og öðrum tækjum sem var hægt að endurnýta en það má sjá kynningu á þeim hér fyrir neðan.The moment you have all been waiting for, your #Tokyo2020 Olympic Medals! RT for good luck! 100% #Sustainable#1YearToGopic.twitter.com/DcLKtEF0DQ — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Á þessum næstu Sumarólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt breytingum á reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnabolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum og hefur aldrei verið keppt í fleiri íþróttagreinum á Ólympíuleikum. Japanir ætla að halda leikana með glæsibrag en hér fyrir neðan má fylgjast með hátíðarhöldum þeirra í tilefni af því að það eru nákvæmlega eitt ár þar til að 32. Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan.Can you feel the excitement that #Tokyo2020 is bringing?!?! Only #1YearToGo Let’s Go! pic.twitter.com/Ougmv6rMuV — #Tokyo2020 #1YearToGo (@Tokyo2020) July 24, 2019 Nú er að líða að kvöldi í Japan en þessi hátíðahöld hófust klukkan 16.15 að japönskum tíma eða 7.15 að íslenskum tíma.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Sjá meira