Fjölbreytileiki lífríkis og ábyrgð Íslendinga Högni Hansson og Úlfur Árnason skrifar 24. júlí 2019 08:00 Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Loftslagsmál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun