Hvalshræin á Löngufjörum verða ekki fjarlægð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 21:00 Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08