Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stjórnvöld í Íran eiga nú í erfiðum og eldfimum deilum við Vesturlönd. Nordicphotos/AFP Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Breska ríkisstjórnin lagði í gær til að Evrópuríki myndu vinna saman að því að slá skjaldborg um evrópsk skip á Persaflóa eftir að Íransstjórn kyrrsetti breska olíuflutningaskipið Stena Impero fyrir helgi. Jeremy Hunt utanríkisráðherra sagði að þetta hugsanlega samstarf myndi snúast um að vernda áhafnir og farm gegn „ólöglegum ríkisstuddum sjóránum Írans“. Kyrrsetningin á Stena Impero er einn nýjasti þátturinn í sífellt eldfimari deilu Írans og Vesturlanda. Bretar kyrrsettu íranska olíuflutningaskipið Grace 1 við Gíbraltar fyrr í mánuðinum vegna meintra brota gegn viðskiptabanni. Deilur Írans og Bandaríkjanna eru öllu erfiðari og eiga rætur sínar í því er Donald Trump forseti rifti JCPOA-kjarnorkusamningnum, sem sjö ríki gerðu við Íran um frystingu kjarnorkuáætlunar gegn afléttingu þvingana árið 2015. Þessi samningur, sem Bandaríkin ein hafa rift þótt Íransstjórn dragi nú vissulega úr fylgni við samningsákvæði, sagði Hunt að væri ástæða þess að Bretar vildu frekar fara Evrópuleiðina en að taka þátt í því að auka efnahagsþrýsting svo mjög á Íran líkt og Trump-stjórnin hefur lagt til. Bretar eru áfram aðili að samningnum og hafa reynt, einkum með Frökkum og Þjóðverjum, að halda Írönum við samningsákvæðin. Það hefur ekki borið árangur og finnst Írönum Evrópuríkin ekki gera nóg til að skýla þeim fyrir nýjum, bandarískum þvingunum. Hunt sagði aukinheldur að Bretar hafi hafnað því að Bandaríkin leiddu verndarverkefnið á Persaflóa. Sagði hann það gert í von um að sem flest ríki tækju þátt og gaf samkvæmt The Guardian þannig í skyn að ýmis Evrópuríki myndu ekki vilja taka þátt ef Bandaríkin væru við stýrið. Ali Rabiei, upplýsingafulltrúi Íransstjórnar, sagði kyrrsetninguna eðlilegt svar. „Þegar þið kyrrsetjið skip ólöglega í Gíbraltar finnst okkur ekki nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi á móti. Sum ríki hafa kallað eftir tafarlausri lausn breska skipsins. Við förum fram á að þessi ríki biðji um hið sama fyrir okkar skip.“Meintir dauðadómar Íransstjórn sagði frá því í gær að sautján njósnarar, úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið handteknir og sumir hverjir dæmdir til dauða. Upplýsingamálaráðuneyti landsins sagði, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, hina meintu njósnara hafa sankað að sér upplýsingum um meðal annars varnar- og kjarnorkumál. Þetta er, samkvæmt Donald Trump Bandaríkjaforseta, helber lygi. „Fregnir af því að Íran hafi handsamað CIA-njósnara eru algjörlega falskar. Núll sannleikur. Bara fleiri lygar og meiri áróður í boði ofsatrúaðrar ógnarstjórnar sem hefur mistekist algjörlega og hefur enga hugmynd um hvað skal gera. Hagkerfið þeirra er dautt og mun versna enn frekar. Íran er í algjöru rugli,“ tísti forsetinn. Samkvæmt Írönum eiga njósnararnir sautján að vera íranskir ríkisborgarar, starfsmenn hers og kjarnorkuvera og ótengdir innbyrðis. „Við höfum borið kennsl á bandaríska og erlenda njósnara á viðkvæmum svæðum og afhent þá dómskerfinu. Landsmenn verða upplýstir um gang mála í heimildarmynd,“ sagði Mahmoud Alavi upplýsingamálaráðherra á sunnudag. Heimildarmyndin var svo sýnt á Press TV í fyrrinótt þar sem greint var frá því að Íranar hafi náð að komast inn í samskipti hinna meintu njósnara.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00