Sunnlensk hross dópuð af kannabis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sunnlensk hross. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/pjetur Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur. Málið kom upp í tíð Katrínar Andrésdóttur, héraðsdýralæknis Suðurlands, en hún lét af embætti árið 2011. Katrín staðfestir að þessi grunur hafi komið upp á sínum tíma en vildi ekki frekar tjá sig um málið. Sigríður Björnsdóttir hjá MAST, sem er sérfræðingur í hrossasjúkdómum, segir einnig að það hafi verið grunur um þetta á sínum tíma. Mia Hellsten dýralæknir kom að málinu fyrir röð tilviljana en umræddir hestar voru ekki í eigu hennar skjólstæðinga. „Það var verið að skoða hvað væri að þessum hestum“ segir Mia. „Þarna lék grunur á að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ Helstu einkennin hjá hestunum voru ósamræmdar hreyfingar. Þeir voru titrandi og með mjög óeðlilegan gang en samt ekki veiklulegir eða með hita. Mia hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum, sem heitir AAEP. Á opnum vettvangi þar sendi hún lýsingu á einkennum og myndband af hestunum. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“ Ekki var farið lengra með málið en talið var líklegt að hestarnir hefðu komist í haug þar sem kannabisplöntur voru. Hversu mikið er ekki vitað, en að minnsta kosti nóg til að gera nokkra hesta vel freðna. Mia segir að hrossunum hafi ekki orðið varanlega meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Lyf Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira