Skoðun

Mér finnst

Haukur Örn Birgisson skrifar
Mér finnst stjórnmálamenn alltof ragir við að segja hluti sem gætu móðgað aðra. Mér finnst fólk reyndar vera alltof móðgunargjarnt, almennt séð. Mér finnst að Íslendingar ættu að mega flytja til útlanda og þess vegna finnst mér að útlendingar eigi að fá að flytja til Íslands. Mér finnst neyðarlegt hversu mikið útlendingar þurfa að greiða fyrir flatkökur með hangikjöti.

Mér finnst mikilvægt að fólk með rangar eða kjánalegar skoðanir hafi rétt til þess að tjá þær. Mér finnst samfélagsmiðlarnir hafa skemmt fyrir góðum samskiptum fólks. Mér finnst að stilla eigi skattheimtu í hóf. Mér finnst að ríkið eigi ekki að eiga fjölmiðla eða reka fyrirtæki í samkeppni við einkaaðila. Mér finnst Trump vera hræðilegur þjóðarleiðtogi. Mér finnst að fólk eigi að fá að kaupa áfengi í matvöruverslunum. Mér finnst óréttlátt að fangelsa fólk fyrir að neyta fíkniefna, þótt það sé heimskulegt og hættulegt að neyta fíkniefna. Mér finnst að fólk eigi að fá að iðka þá trú sem það vill. Mér finnst að fólk megi vera af því kyni sem það sjálft kýs. Mér finnst að fólk megi fá að heita þeim nöfnum sem það vill. Mér finnst að stjórnmálamenn eigi ekki að troða gildismati sínu upp á aðra, að viðlögðum refsingum. Mér finnst að fólk eigi að fá að ráða lífi sínu sjálft, vera frjálst.

Mér finnst vera alltof mikið menntasnobb á Íslandi. Mér finnst að foreldrar þurfi að passa upp á að börn þeirra verði ekki of viðkvæm fyrir áföllum í lífinu. Mér finnst alltof margar ofurhetjumyndir vera í kvikmyndahúsum. Þetta finnst mér, svona í stuttu máli.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×