Boxari sem kyssti fréttakonu látinn sitja námskeið um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 23:24 Jenny Ravolo ásamt Kubrat Pulev í viðtalinu sem um ræðir. skjáskot/Youtube Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur. Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur.
Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30