Ísland missir Nígeríu en ekki nýju Afríkumeistarana upp fyrir sig á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru búnir að missa Nígeríu upp fyrir sig á FIFA-listanum. Hér er mynd frá leik þjóðanna á HM 2018. EPA/SERGEI ILNITSKY Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun lækka um eitt sæti á næsta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem verður gefinn út formlega á fimmtudaginn. Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni. Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur. Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland. Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum. Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun lækka um eitt sæti á næsta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem verður gefinn út formlega á fimmtudaginn. Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni. Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur. Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland. Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum. Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira