Árekstur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Samkvæmt skoðanakönnunum er alltaf verið að keyra aftan á Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn sífellt að aka yfir eigin flokksmenn. Og aftan á málgagn sitt. Alltaf er flokkurinn í órétti sama hvað á gengur, en það er allt í lagi því allir árekstrar eru út af einhverjum vitleysing sem er bara að reyna að skemma fyrir flokknum. Nú virðist til dæmis miðstöðin ónýt í apparatinu og miðstýringin leitar aðeins til hægri. Afleiðing þessa er að flokkurinn þjappast saman, hann er að verða óttalegur stubbur. Hann er orðinn eins og kubbslegur hundur. En geltir samt. Reyndar hefði hann ekki nokkra ástæðu til að gelta nema vegna þess að eftir einn áreksturinn hrökk af vagninum einn vitleysingur. Sú er í eilífu skaðabótaþvargi við flokkinn, sem á sér ekki viðreisnar von. Í vagni Sjálfstæðisflokksins, í farangursgeymslu nánar tiltekið, eru tveir vitleysingar. Það var klókt hjá flokknum að hafa þá í afturendanum, þannig taka þeir alltaf dálítið af högginu sem myndast þegar aftanákeyrslurnar dynja á flokknum. Þessir vitleysingar skriðu sjálfir ofan í skottið þannig að ekki er við Sjálfstæðisflokkinn að sakast í þeim efnum og reyndar kemur þetta honum einnig til góða með þeim hætti að hann þarf ekki að vera með þessi nútíma varadekk sem flestir kalla aumingja. Alvarlegustu árekstrarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn lendir í eru við áttavillta anarkista á óskoðuðum hippavagni. En það eru nú ekki minnstu vitleysingarnir. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í órétti ná farþegarnir í hinu ökutækinu að slíta æruna hver af öðrum með því að saka þann sem var undir stýri um að hafa verið ölvaður. Samt skiptust þeir á að aka. Já, vitleysingarnir eru jafnvel búnir að eyðileggja langþráð sumarfrí Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum er alltaf verið að keyra aftan á Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn sífellt að aka yfir eigin flokksmenn. Og aftan á málgagn sitt. Alltaf er flokkurinn í órétti sama hvað á gengur, en það er allt í lagi því allir árekstrar eru út af einhverjum vitleysing sem er bara að reyna að skemma fyrir flokknum. Nú virðist til dæmis miðstöðin ónýt í apparatinu og miðstýringin leitar aðeins til hægri. Afleiðing þessa er að flokkurinn þjappast saman, hann er að verða óttalegur stubbur. Hann er orðinn eins og kubbslegur hundur. En geltir samt. Reyndar hefði hann ekki nokkra ástæðu til að gelta nema vegna þess að eftir einn áreksturinn hrökk af vagninum einn vitleysingur. Sú er í eilífu skaðabótaþvargi við flokkinn, sem á sér ekki viðreisnar von. Í vagni Sjálfstæðisflokksins, í farangursgeymslu nánar tiltekið, eru tveir vitleysingar. Það var klókt hjá flokknum að hafa þá í afturendanum, þannig taka þeir alltaf dálítið af högginu sem myndast þegar aftanákeyrslurnar dynja á flokknum. Þessir vitleysingar skriðu sjálfir ofan í skottið þannig að ekki er við Sjálfstæðisflokkinn að sakast í þeim efnum og reyndar kemur þetta honum einnig til góða með þeim hætti að hann þarf ekki að vera með þessi nútíma varadekk sem flestir kalla aumingja. Alvarlegustu árekstrarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn lendir í eru við áttavillta anarkista á óskoðuðum hippavagni. En það eru nú ekki minnstu vitleysingarnir. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í órétti ná farþegarnir í hinu ökutækinu að slíta æruna hver af öðrum með því að saka þann sem var undir stýri um að hafa verið ölvaður. Samt skiptust þeir á að aka. Já, vitleysingarnir eru jafnvel búnir að eyðileggja langþráð sumarfrí Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar