Ekkert verður til af engu Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:00 Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvar eru Íslendingar um þessar mundir í forystu á alþjóðavísu og fyrirmynd? Í fljótu bragði er svarið ekki augljóst, en við nánari athugun sést að í þróun á lausnum og tækjum fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu standa þeir fremstir í flokki. Reyndar svo að útflutningur á þessum vörum nemur tugum milljarða króna á ári. Nefna má nýlega frétt af Skaganum 3X þar sem fram kemur að: „Hátæknifyrirtækið Skaginn [3X], sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017. Tekjur Skagans [3X] námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára.“ Skaginn 3X er alls ekki einsdæmi á þessu sviði, fjölmörg önnur hátækni- og iðnfyrirtæki mætti nefna. En hvernig gerðist þetta, af hverju eru Íslendingar fremstir í flokki þegar kemur að því að verka fisk og mat á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar; byltingar sem framkvæmdastjóri Skagans 3X segir að hafi hafist fyrir löngu hjá fyrirtækinu? Það er ekki síst fyrir áræðni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem þessi árangur hefur náðst. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa talið íslenskar lausnir hentugastar og hagkvæmastar og hafa þróað þær í samstarfi við hátæknifyrirtækin. Eftir að lausnir hafa verið prófaðar hér á landi hefur opnast fyrir útflutning. Fjárfestingar fyrirtækja sem nýta eina auðlind hafa því í raun skapað aðra og dýrmæta auðlind þar sem þörf er á fólki með margvíslega menntun og hæfileika. Það er full ástæða til að hnykkja sérstaklega á þessu samhengi. Auðlindin í sjónum er með mjög áþreifanlegum hætti að geta af sér aðra auðlind; íslensk þjónustu- og hátæknifyrirtæki. Svo má að sjálfsögðu bæta við öflugum, spennandi og framsæknum líftæknifyrirtækjum um allt land. Í leiðara Fréttablaðsins, 16. júlí var því fagnað að forsætisráðherra hefði skipað verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Undir þetta skal tekið. Einnig sagði að hér væru tækifæri „...til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða.“ Um leið og ástæða er til að hvetja stjórnvöld til dáða verður ekki undan því vikist að benda á árangurinn sem íslensk tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð í samstarfi við sjávarútveginn. Þróunin þar hefur ekki gerst á forsendum eða undir leiðsögn hins opinbera, heldur þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem berjast á alþjóðlegum markaði, en um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar. Samkeppnishæfnin byggist meðal annars á því að nota nýjustu tækni. Þarna leiðir eitt af öðru. Það sem stjórnvöld verða að hafa í huga þegar þau hyggjast undirbúa „aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar“, er að það þarf að vera spurn eftir lausnum og svigrúm hjá fyrirtækjum til fjárfestinga. Fjárfesting er forsenda framfara, nú sem fyrr. Að öðrum kosti verða aðgerðirnar lítið meira en orð á blaði. Samspil sjávarútvegsfyrirtækja og hátæknifyrirtækja er gott dæmi um eftirspurn, framboð og fjárfestingu. Þegar þetta fer saman er aldrei að vita nema Íslendingar verði enn frekari gerendur en þiggjendur á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun