Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 21. júlí 2019 13:03 Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum, segir að auka þurfi fræðslu og umræðu í samfélaginu um hatursglæpi. Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15