Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 08:01 Skjáskot sem íranski byltingarvörðurinn birti af því þegar liðsmenn hans hertóku flutningaskipið á föstudag. Vísir/EPA Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti. Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti.
Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30