Jóhannes Karl: Við stóðumst þetta próf Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2019 16:38 Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings en er nú tekinn við KR vísir/valli KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira