Jóhannes Karl: Við stóðumst þetta próf Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2019 16:38 Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings en er nú tekinn við KR vísir/valli KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
KR tryggði í dag sitt sæti í úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna. KR fengu Þór/KA í heimsókn á Meistaravellina og unnu leikinn 2-0. Jóhannes Karl Sigursteinsson stýrði liðinu í dag í fyrsta skipti en Bojana Becic sagði upp í byrjun mánaðar. Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu sem bráðabirgðastjóri þarna á milli og gerði glæsilega en hún reif KR upp úr botnsæti deildarinnar með tveimur sigurleikjum. „Við stóðumst þetta próf. Eins og ég sagði fyrir leik þá snýst þetta lítið um mig og meira um liðið. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna sem liðið sýndi í dag. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR um frammistöðu liðsins í leik dagsins. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en KR náðu síðan að skapa sér betri færi í seinni. Þessi 2 mörk kórunuðu síðan leikinn glæsilega. „Fyrri hálfleikurinn spilaðist þannig að það var kannski hátt spennustig og lítið um opin færi. En það var stöðug barátta og við fundum alveg í hálfleik að það voru þættir í leiknum þar sem við gátum gert betur. Ég er virkilega ánægður með það hvernig stelpurnar stigu upp í seinni, þetta voru virkilega góð mörk og ég er virkilega ánægður.“ „Þessi hópur er mjög reyndur og stelpurnar hafa gengið í gegnum margt. Það eru sterkir leiðtogar þarna inni. Mín tilfinning í klefanum bæði fyrir og eftir leik var að það var trú á verkefninu. Þær fundu allar í hálfleik hvaða hlutir það voru sem við þurftum að bæta.“ Betsy Hassett skoraði frábært mark þegar hún kom KR í 2-0 undir lok leiks. „Frábært mark. Hún var búin að vera í erfiðleikum með að finna svæði til að sækja í og koma inn. En hún er svona leikmaður sem þarf ekki mikið og þetta var frábær framkvæmd í markinu.” Ásdís Karen Halldórsdóttir var gríðarlega fyrir KR í dag. Hún skapaði fullt af færum og skoraði markið sem kom KR yfir í leiknum. Ásdís spilar fótbolta og stundar nám við Texas A&M háskólann í Bandaríkjunum á veturna. Ásdís fer bráðlega út og nær að öllum líkindum ekki bikarúrslitunum. Ásdís sagði þó sjálf í viðtali að hún ætlar að reyna að fá að koma heim og spila úrslitaleikinn. „Ég held að reglurnar séu yfirleitt þannig í háskólaboltanum að það er ekki leyfilegt. Það er bara eitthvað sem við verðum að skoða þegar það kemur. Það eru bara aðrir leikmenn sem þurfa að stíga upp og koma í hennar stað. Ásdís Karen er frábær leikmaður sem er búin að spila vel í þeim leikjum sem ég hef séð. Að sjálfsögðu væri draumur að hafa hana. Það verður bara að bæta það upp ef það er ekki. Það er kannski þessi liðsandi og heildinn sem skiptir máli þar. Það þarf einhver að stíga upp.” „Við treystum á að allir KRingar láti sjá sig þar. Þetta verður stór dagur. Það er langt síðan það hefur komið titill í kvennaboltanum. Allir sem vettlingi geta valdið hljóta að mæta,” sagði Jóhannes um hvernig hann vill hafa stúkunna á úrslitaleiknum en það var vel mætt í Vesturbæinn í dag og góð stemning. „Ég held að þetta séu mjög álíka lið. Selfoss eru með hörkulið af góðum spilurum þannig að ég held að bæði lið komi inn í leikinn jöfn og hungruð í bikarmeistaratitil, ” sagði Jóhannes um Selfoss sem er andstæðingur KR í bikarúrslitaleiknum. Selfoss liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 í Árbænum í gær til að tryggja sína viðveru 17. ágúst á Laugardalsvellinum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira