Bjarni og eistun Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:45 Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun