Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Merki Huawei. Nordicphotos/AFP Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00