Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Sanders (t.v.) og Warren (t.h.) vörðu róttækar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu í kappræðunum. AP/Paul Sancya Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24