Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 08:31 Frá vettvangi í Hafnarfirði um klukkan 8 í morgun. Vísir/Jói K. Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20