Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stolið matvöru úr verslun í Fossvogi og hlaupið á brott er starfsmenn reyndu að stöðva þá.
Mennirnir voru færðir á lögreglustöð. Vörunum var skilað og mennirnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Á tólfta tímanum í gærkvöldi handtók lögregla mann sem grunaður er um að hafa kveikt eld í gámi í Hlíðunum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Þá var verðmætum stolið úr íbúð í Árbæ en lögreglu var tilkynnt um málið á ellefta tímanum. Húsráðandi er erlendis og því er ekki vitað hverju var stolið.
