Neikvæð áhrif Hvalárvirkjunar Ingólfur Bruun skrifar 31. júlí 2019 07:00 Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun