Vill að ríkið komi að kjarnsýrurannsóknum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 07:30 Jóhannes V. Reynisson. Fréttablaðið/Pjetur Samtökin Blái naglinn skora á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að koma að kjarnsýrurannsóknum með fjármögnun. Jóhannes V. Reynisson, formaður félagsins, segir um tímamótarannsóknir að ræða sem gagnist bæði körlum og konum. Jóhannes vill ekki nefna hvaða upphæð yrði ásættanleg á þessu stigi en samtökin sjálf hafa sett 7,5 milljónir í verkefnið. Vonast hann einnig eftir stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum. Samkvæmt bréfi sem Jóhannes sendi eru kjarnsýrurannsóknir á blóðvökva ný aðferð til að greina krabbamein snemma með mælingu breyttra DNA- og RNA-sameinda úr hinum ýmsu líffærum. Ef verkefnið yrði að veruleika færu rannsóknirnar fram á Landspítalanum. „Þetta er algjör bylting,“ segir Jóhannes. „Þessar rannsóknir lúta ekki aðeins að krabbameini heldur öðrum sjúkdómum líka.“ Þá efast hann ekki um að rannsóknirnar myndu skila tilætluðum árangri. „Það er ekkert gert í þessum málum fyrir okkur strákana. Þegar kemur að konum er aðallega litið til leg- og brjóstakrabbameins. En það eru miklu fleiri líffæri í líkamanum, bæði hjá konum og körlum,“ segir Jóhannes. Aðspurður um viðbrögð segist Jóhannes vera nýbúinn að kynna þetta fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og að átakið sé rétt að fara af stað. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samtökin Blái naglinn skora á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að koma að kjarnsýrurannsóknum með fjármögnun. Jóhannes V. Reynisson, formaður félagsins, segir um tímamótarannsóknir að ræða sem gagnist bæði körlum og konum. Jóhannes vill ekki nefna hvaða upphæð yrði ásættanleg á þessu stigi en samtökin sjálf hafa sett 7,5 milljónir í verkefnið. Vonast hann einnig eftir stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum. Samkvæmt bréfi sem Jóhannes sendi eru kjarnsýrurannsóknir á blóðvökva ný aðferð til að greina krabbamein snemma með mælingu breyttra DNA- og RNA-sameinda úr hinum ýmsu líffærum. Ef verkefnið yrði að veruleika færu rannsóknirnar fram á Landspítalanum. „Þetta er algjör bylting,“ segir Jóhannes. „Þessar rannsóknir lúta ekki aðeins að krabbameini heldur öðrum sjúkdómum líka.“ Þá efast hann ekki um að rannsóknirnar myndu skila tilætluðum árangri. „Það er ekkert gert í þessum málum fyrir okkur strákana. Þegar kemur að konum er aðallega litið til leg- og brjóstakrabbameins. En það eru miklu fleiri líffæri í líkamanum, bæði hjá konum og körlum,“ segir Jóhannes. Aðspurður um viðbrögð segist Jóhannes vera nýbúinn að kynna þetta fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og að átakið sé rétt að fara af stað.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira