Tæp 37 prósent vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira