Lundaveiði fyrir veitingastaði er vandamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 07:00 Erpur Snær fuglafræðingur. Mynd/Óskar Friðriksson. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00