Fótbolti

Brjálaðir yfir því að Ronaldo kom ekki við sögu og hóta lögsókn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo heilsar áhorfendur.
Ronaldo heilsar áhorfendur. vísir/getty
Suður-kóreskir knattspyrnuáhugamenn eru ekki sáttir með framgöngu Juventus sem létu Cristiano Ronaldo sitja allan tímann á bekknum er liðið mætti stjörnuliði K-deildarinnar í Suður-Kóreu.

Þegar samið var við Juventus um leikinn var í samningnum að Portúgalinn myndi í það minnsta spila í 45 mínútur. Það varð ekki raunin og Ronaldo sat allan tímann á bekknum.

Það vakti ekki mikla lukku hjá þeim sem höfðu keypt miða á leikinn og voru þeir byrjaðir að syngja nafn Lionel Messi á pöllunum til þess að sýna ósætti sitt.

Nú hafa nokkrir leitað til lögfræðistofunnar Myungan í Seoul vegna málsins. Þeir vilja fá skaðabætur upp á tæp 70 þúsund vonn, sem jafngildir 50 pundum en 50 pund kostaði á leikinn.

Það er ekki það eina sem þeir vilja fá því þeir vilja einnig þúsund vonn í þóknun og að lokum eina milljón vonn hver og einn þeirra því þetta hafi valdið þeim hugarangri.

„Þetta er átakanlegt fyrir stuðningsmennina, því þeir elska Ronaldo og vilja vera hann en þeir geta það ekki þegar svona staða kemur upp,“ sagði einn lögmaðurinn í samtali við Reuters.





Robin Chang, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sem sá um leikinn milli Juventus og stjörnuliðsins, brotnaði niður í viðtali eftir leikinn og skildi ekkert í því afhverju Juventus hafi brotið samninginn.

„Þegar ég fór og ræddi við Pavel Nedved, varaforseta Juventus, þá var það eina sem hann sagði að hann vildi einnig að Ronaldo myndi hlaupa en það gerði hann ekki. Fyrirgefðu og það er ekkert sem ég get gert, sagði hann,“ sagði Robin.

Suður-kóreska knattspyrnusambandsins hefur nú þegar sent Juventus bréf þar sem kvartað er undan framkomu félagsins en margir stuðningsmenn Ronaldo hafa látið hann finna til tevatnsins á samfélagsmiðlum eftir atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×