Ráðherra undrast að sjúkraflug hafi tafist vegna óvissu um greiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2019 12:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira