Íslenski boltinn

Dóttir þjálfarans sem var látin fara frá HK/Víkingi lánuð til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórhildur leikið 23 leiki í efstu deild.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórhildur leikið 23 leiki í efstu deild. vísir/bára
Breiðablik, topplið Pepsi Max-deildar kvenna, hefur fengið Þórhildi Þórhallsdóttur á láni frá HK/Víkingi

Þórhildur, sem er 15 ára, hefur leikið níu leiki með HK/Víkingi í Pepsi Max-deildinni í sumar og skorað eitt mark.

Þórhildur er dóttir Þórhalls Víkingssonar sem var látinn fara sem þjálfari HK/Víkings fyrr í þessum mánuði. Þórhildur hefur ekki verið í leikmannahópi HK/Víkings í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Hún er annar leikmaðurinn sem Breiðablik fær á láni frá HK/Víkingi í júlíglugganum. Isabella Eva Aradóttir fór sömu leið og hefur þegar spilað einn leik fyrir Blika.

Þórhildur, sem hefur leikið 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er komin með leikheimild hjá Breiðabliki og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið þegar það tekur á móti Þór/KA á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×